Quantcast
Channel: Ljúfmeti og lekkerheit » einföld súpa
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2

Papriku- og kartöflusúpa með fetaostmulningi

$
0
0

Papriku- og kartöflusúpa með fetaostmulningi

Eftir allan hátíðarmatinn var okkur farið að dreyma um létta máltíð og súpa og brauð var efst á óskalistanum. Það vildi mér til happs að ég rakst á uppskrift að papriku- og kartöflusúpu með fetaostmulningi þegar ég var að skoða myndir í símanum mínum. Ég tek oft myndir á símann þegar ég rekst á spennandi uppskriftir og þessa uppskrift hafði ég séð í dönsku blaði (sem ég þori eiginlega að veðja á að hafi verið Spis Bedre). Ég ákvað að prófa að elda súpuna og hún vakti stormandi lukku. Með súpunni bar ég fram New York Times-brauðið sem er alltaf jafn gott og svo ótrúlega einfalt að baka.

Papriku- og kartöflusúpa með fetaostmulningi

Þeir sem fylgjast með mér á Instagram eru þegar búnir að sjá mynd af herlegheitunum en hér kemur uppskriftin fyrir þá sem vilja prófa.

Papriku- og kartöflusúpa

  • 1 laukur
  • 4 miðlungsstórar kartöflur
  • 4 rauðar paprikur
  • 2 kjúklingateningar (ég notaði 1 kjúklinga- og 1 grænmetistening)
  • ólífuolía
  • 1 tsk salt
  • nýmalaður pipar

Til skrauts

  • 150 g fetaostur (fetakubbur sem er mulinn niður)
  • 1 msk ólífuolía
  • fersk steinselja eða mynta (eða 2 tsk þurrkuð mynta)

Hitið 1 líter að vatni að suðu. Hakkið laukinn, skrælið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Hreinsið paprikuna og skerið þær í strimla.

Stekið laukinn í 2 msk af ólívuolíu í stórum potti í 3 mínútur. Bætið kartöflum í pottinn og steikið áfram í 3 mínútur. Bætið papriku í pottinn og steikið áfram í aðrar 3 mínútur. Myljið teninga yfir og hellið helmingnum af soðna vatninu yfir. Látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur.

Takið pottinn af hitanum og maukið súpuna með töfrasprota. Þynnið súpuna með því sem eftir var af soðna vatninu þar til óskaðri þykkt er náð. Kryddið með salti og pipar.

Papriku- og kartöflusúpa með fetaostmulningi



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2